Fjártæknifyrirtækið Aurbjörg hefur ráðið til sín þrjá nýja starfsmenn sem hafa nú þegar hafið störf.

Ída Pálsdóttir er nýr efnis- og samfélagsmiðlastjóri Aurbjargar. Hún starfaði áður hjá Húrra Reykjavík sem verslunarstjóri og markaðsráðgjafi. Ída er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og lauk B.Sc gráðu í markaðs- og alþjóðaviðskiptum þaðan árið 2018.

Jón Jósep Snæbjörnsson tekur tímabundið við starfi þjónustu- og upplifunarstjóra Aurbjargar. Hann hefur síðastliðin sex ár starfað við stefnumótun þjónustu og þjálfun starfsmanna, meðal annars hjá Arion banka og VÍS. Jón er með B.Sc gráðu í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík og meistarapróf í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands.

Sólon Örn Sævarsson hefur verið ráðinn sem UX/UI hönnuður. Hann hefur verið í eigin rekstri að undanförnu, en starfaði áður sem hönnunarleiðtogi hjá Gangverki þar sem hann stýrði meðal annars viðskiptasambandi við TheKey og Sotheby’s. Sólon hefur stundað nám á tölvubraut í Tækniskólanum