Gunnar Sverrir Gunnarsson tók við stöðu framkvæmdastjóra COWI á Íslandi, sem áður hét Mannvit, í síðasta mánuði en hann hafði starfað hjá fyrirtækinu sem staðgengill framkvæmdastjóra síðastliðna þrjá mánuði.

Hann hefur unnið hjá því fyrirtæki síðan 1998, eða rúmlega ári fyrir útskrift úr verkfræðinámi, en Gunnar er með bakgrunn í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands.

Verkfræðin hefur heillað Gunnar frá ungum aldri en hann segist hafa áttað sig snemma á því að hann fann sig mjög vel í áföngum eins og eðlisfræði og stærðfræði.

„Alveg frá því að ég var ungur var ég alltaf með mikinn áhuga á framkvæmdum en ég fékk að taka þátt í þeim heima og fannst þetta mjög heillandi heimur. Ég fór líka snemma að vinna í fiskmjölsgeiranum en þar kviknaði áhuginn á bæði iðnaðarframleiðsluferlinu og vélahönnun.“

Nánar er fjallað um Gunnar í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.