Birna Dröfn Jónasdóttir hefur nýlega verið ráðin til starfa sem ráðgjafi hjá samskiptafyrirtækinu Athygli.

Hún starfaði áður sem blaðamaður á Fréttablaðinu en þar vann hún fyrst sem almennur fréttamaður og fluttist síðar yfir á Helgarblaðið. Þar sinnti hún efnisöflun, bæði viðtala- og greinaskrifum og ritstjórn í afleysingum. Birna hefur einnig sinnt aðstoðarkennslu í verkefnastjórnun við Háskóla Íslands.

Birna hefur þar að auki stýrt stuðningshópastarfi frá 2015, fyrst fyrir sorgarsamtökin Nýja dögun og síðar fyrir Sorgarmiðstöð, sem hún tók meðala annars þátt í að stofna. Hún hefur barist fyrir réttindum barna sem misst hafa foreldri og tók þátt í vinnu við breytingar á lögum um rétt barna sem aðstandenda. Þá hefur hún einnig sinnt ýmsum stjórnar- og ábyrgðarstörfum innan félagshreyfinga.

Hún lauk BA-prófi í félagsfræði árið 2017 frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í verkefnastjórnun 2019.