Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, hefur tekið sæti í stjórn Háskólans í Reykjavík (HR). Hann kemur inn í stjórnina í stað Svanhildar Hólm Valsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs, sem tók nýlega við embætti sendiherra Íslands í Washington.
Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, hefur tekið sæti í stjórn Háskólans í Reykjavík (HR). Hann kemur inn í stjórnina í stað Svanhildar Hólm Valsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs, sem tók nýlega við embætti sendiherra Íslands í Washington.
Ný stjórn HR, sem var kjörin á aðalfundi háskólans í júní, fundaði í fyrsta sinn á föstudaginn síðasta.
Auk Björns Brynjúlfs sitja Guðbjörg Edda Eggertsdóttir (stjórnarformaður), Halldór Benjamín Þorbergsson, forstjóri Heima, Tanya Zharov, aðstoðarforstjóri Alvotech, og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins í stjórninni.
Anna Hrefna, Andri Þór og Guðmundur Fertram í háskólaráð
Nýtt háskólaráð HR kom einnig saman til fyrsta fundar á föstudaginn síðasta. Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Andri Þór Guðmundsson, formaður Viðskiptaráðs og forstjóri Ölgerðarinnar, og Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri Kerecis, komu ný inn í háskólaráðið.
Aðrir fulltrúar í háskólaráði eru þau Arni Sigurjonsson, formaður Samtaka iðnaðarins, Borghildur Erlingsdottir, forstjóri Hugverkastofu, Brynja Baldursdóttir, forstjóri Motus, Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, formaður stjórnar Háskólans í Reykjavík, Hjalmar Gislason, stofnandi og forstjóri Grid og Valgerður Hrund Skúladóttir, forstjóri Sensa.