Þau Böðvar Jónsson og Ásta Kristín Reynisdóttir voru á dögunum ráðin til Skjásins.
Böðvar Jónsson hefur verið ráðinn í stöðu Rannsóknastjóra Skjásins og ber ábyrgð á allri markaðsgreiningu fyrir miðla Skjásins. Síðustu fjögur ár hefur Böðvar starfað sem sölustjóri sjónvarps hjá RÚV og þar áður sölustjóri áskrifta og rannsóknastjóri hjá 365 Miðlum. Böðvar er viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Bifröst og hefur einnig lokið stjórnendapróf frá IESE Business School í Madríd.
Ásta Kristín Reynisdóttir var ráðin í stöðu Sölustjóra áskrifta hjá Skjánum. Hún mun bera ábyrgð á sölu sjónvarpsáskrifta fyrir SkjáEinn, SkjáHeim og SkjáKrakka. Ásta hefur síðustu ár starfað sem forstöðumaður áskrifta og þjónustusviðs 365 Miðla en þar hafði hún starfað frá árinu 2003. Ásta er viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri og tekur við starfinu af Hermanni Guðmundssyni sem tekið hefur við starfi Þróunarstjóra Skjásins.