Alþingi skipaði nýtt bankaráð Seðlabanka Íslands hinn 18. júní sl. Á fyrsta fundi ráðsins 25. júní síðastliðinn var Bolli Héðinsson kosinn formaður ráðsins og Gylfi Zoëga kosinn varaformaður, að því er kemur fram í tilkynningu á vef Seðlabankans.

Aðalfulltrúar í bankaráði eru Bolli Héðinsson, Gylfi Zoëga, Guðrún Johnsen, Oddný Árnadóttir, Birgir Ármannsson, Ólafur Ísleifsson og Arnar Bjarnason.

Varafulltrúar í bankaráði eru Freyja Vilborg Þórarinsdóttir, Katrín Ólafsdóttir, Katrín Viktoría Leiva, Teitur Björn Einarsson, Bessí Þóra Jónsdóttir og Aðalheiður Sigursveinsdóttir en enn á eftir að skipa einn varamann í ráðið.