Börkur Grímsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Stólpa Gáma. Hann hefur langa reynslu af fjármála- og fasteignamarkaði en.

Börkur hefur undanfarin sjö ár verið framkvæmdastjóri fasteigna- og þróunarfélagsins Landbergs ehf. og tengdra félaga í eigu Hjörleifs Jakobssonar og Hjördísar Ásberg og starfaði m.a. áður hjá Virðingu, VÍS og Íslandsbanka.

Börkur Grímsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Stólpa Gáma. Hann hefur langa reynslu af fjármála- og fasteignamarkaði en.

Börkur hefur undanfarin sjö ár verið framkvæmdastjóri fasteigna- og þróunarfélagsins Landbergs ehf. og tengdra félaga í eigu Hjörleifs Jakobssonar og Hjördísar Ásberg og starfaði m.a. áður hjá Virðingu, VÍS og Íslandsbanka.

„Ég hlakka mikið til að vinna með öflugum hópi starfsmanna Stólpa Gáma við að þróa fyrirtækið áfram sem leiðandi í gáma- og húseiningalausnum fyrir atvinnulífið og einstaklinga. Stólpi Gámar hafa verið í örum vexti undanfarin ár og við höfum trú á að mikil tækifæri séu til áframhaldandi vaxtar og þróunar á nýjum lausnum.“

Börkur er með cand oecon próf í viðskiptafræði frá HÍ og MS próf í stjórnun og stefnumótun frá HÍ og CBS í Kaupmannahöfn.