Bryndís Fiona Ford hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Austurbrúar en hún tekur við stöðunni af Dagmari Ýr Stefánsdóttur sem tekur von bráðar við starfi sveitarstjóra Múlaþings.

Bryndís er menntaður sjúkraþjálfari og kennari en hefur auk þess fjölbreytta reynslu úr heilbrigðis-, mennta- og ferðaþjónustugeiranum. Hún hefur starfað sem kennari, yfirmaður í hótelrekstri og sem skólameistari Hallormsstaðaskóla

„Það er spennandi tilhugsun að taka við nýjum verkefnum og fá tækifæri til að nýta reynsluna í þágu Austurlands. Ég hlakka til að vinna með því flotta teymi sem er þar nú þegar,“ segir Bryndís.