Berglind hóf störf hjá PwC í ársbyrjun 2008. Við komu hennar til PwC var opnuð starfsstöð á Hvolsvelli sem hún hefur stýrt frá upphafi og eru starfsmenn þar nú fimm talsins.

Hún var í Menntaskólanum að Laugarvatni og fór svo til Reykjavíkur í háskólanám en ákvað á endanum að hún vildi flytja aftur á heimaslóðir.

„Ég er uppalin á Hvolsvelli og við ákváðum á einum tímapunkti að við vildum flytja aftur á heimahagana í lok árs 2007. Þá ákvað ég að hafa samband við endurskoðunarstofurnar og athuga hvort einhver væri til í að opna útibú á Hvolsvelli og PwC tók best í þá hugmynd.“

Berglind er þó ekki aðeins reyndur endurskoðandi, heldur syngur hún líka í kór og er með miðstigspróf í söng. Hún segist einnig vera forfallin fótboltamamma en börnin hennar þrjú hafa öll verið í boltanum og fer mikill tími í það.

Nánar er fjallað við Berglindi í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.