Gísli Elíasson hefur verið ráðinn sölu- og markaðsstjóri Tactica ehf. en um er að ræða nýtt starf innan fyrirtækisins. Hann segir starfið mjög spennandi og að það séu ótal tækifæri á þessum markaði.

Tactica er upplýsingatæknifyrirtæki með höfuðstöðvar í Hafnarfirði og sérhæfir sig í heildstæðri tækni- og tölvuþjónustu fyrir fyrirtæki og rekstraraðila.

Gísli Elíasson hefur verið ráðinn sölu- og markaðsstjóri Tactica ehf. en um er að ræða nýtt starf innan fyrirtækisins. Hann segir starfið mjög spennandi og að það séu ótal tækifæri á þessum markaði.

Tactica er upplýsingatæknifyrirtæki með höfuðstöðvar í Hafnarfirði og sérhæfir sig í heildstæðri tækni- og tölvuþjónustu fyrir fyrirtæki og rekstraraðila.

Gísli hafði þar á undan starfað sem viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði raforku hjá Orkusölunni. Fyrir það var hann sölu- og markaðsstjóri fyrirtækjasviðs Rúnar heildverslunar.

Tónlistaráhugi Gísla var ekki lengi að taka sér fótfestu en hann byrjaði að læra á blokkflautu í Tónlistarskóla Vestmannaeyja aðeins sex ára gamall og stofnaði svo sína fyrstu hljómsveit, Mömmustrákar, þegar hann var níu ára.

Nánar er fjallað um Gísla í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunin í heild sinni hér.