Véltæknifyrirtækið Héðinn hefur ráðið Daníel Frey Hjartarson sem yfirmann nýsköpunar og þróunar. Hann mun meðal annars leiða verkefni í vöruþróun, nýsköpun og sjálfbærni og hefur Daníel hefur þegar hafið störf.

„Ég er einkar stoltur að taka við þessu nýja starfi. Hafandi starfað áður hjá Héðni hef ég fylgst náið með þeirri vinnu sem unnin er innan veggja Héðins og hlakka til að takast á við þau spennandi verkefni sem bíða mín í nýrri stöðu,“ segir Daníel.

Hann starfaði áður sem vélahönnuður og forritari hjá Héðni meðfram M.Sc. námi í vélaverkfræði, með sérhæfingu í stýringum og reglutækni, við tækniháskólann í Delft í Hollandi. Í millitíðinni starfaði Daníel sem verkfræðingur hjá nýsköpunarfyrirtækinu Rafnar . Auk þess að hafa lokið M.Sc. gráðu við tækniháskólann í Delft hefur Daníel einnig lokið B.Sc. námi í tölvunarfræði og vélaverkfræði við Háskóla Íslands.

„Ráðning Daníels er liður í því að auka þekkingu okkar og að þróast með tímunum. Við höfum lagt ríka áherslu á tækninýjungar, nýsköpun og að auka sjálfbærni í rekstri okkar,“ segir Eðvarð Ingi Björgvinsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Héðins.

Véltæknifyrirtækið Héðinn hefur ráðið Daníel Frey Hjartarson sem yfirmann nýsköpunar og þróunar. Hann mun meðal annars leiða verkefni í vöruþróun, nýsköpun og sjálfbærni og hefur Daníel hefur þegar hafið störf.

„Ég er einkar stoltur að taka við þessu nýja starfi. Hafandi starfað áður hjá Héðni hef ég fylgst náið með þeirri vinnu sem unnin er innan veggja Héðins og hlakka til að takast á við þau spennandi verkefni sem bíða mín í nýrri stöðu,“ segir Daníel.

Hann starfaði áður sem vélahönnuður og forritari hjá Héðni meðfram M.Sc. námi í vélaverkfræði, með sérhæfingu í stýringum og reglutækni, við tækniháskólann í Delft í Hollandi. Í millitíðinni starfaði Daníel sem verkfræðingur hjá nýsköpunarfyrirtækinu Rafnar . Auk þess að hafa lokið M.Sc. gráðu við tækniháskólann í Delft hefur Daníel einnig lokið B.Sc. námi í tölvunarfræði og vélaverkfræði við Háskóla Íslands.

„Ráðning Daníels er liður í því að auka þekkingu okkar og að þróast með tímunum. Við höfum lagt ríka áherslu á tækninýjungar, nýsköpun og að auka sjálfbærni í rekstri okkar,“ segir Eðvarð Ingi Björgvinsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Héðins.