Davíð Helgason hefur látið af störfum sem forstjóri Unity Technologies. John Riccitiello mun taka við starfinu af Davíð. Þetta kemur fram á vefsíðu fyrirtækisins . Í færslu á Facebook fagnar Davíð þessum fréttum og segir að gengið hafi verið á eftir Riccitiello í nokkurn tíma. Hann geti núna notið þess að gera það sem hann vill innan fyrirtækisins án þess að hafa áhyggjur af daglegum rekstri 500 manna fyrirtækis sem starfi í fimm heimsálfum.

Davíð er einn af þremur stofnendum fyrirtækisins og hefur starfað sem forstjóri þess í nokkur ár. Samkvæmt úttekt The Economist sem birtist í sumar er fyrirtækið verðmætasta internetfyrirtæki Danmerkur. Var það metið a einn milljarð bandaríkjadollara.

Unity Technologies framleiðir verkfæri fyrir tölvuleikjaframleiðendur, smáa sem stóra, og er tæknin sú vinsælasta hjá þeim sem búa til leiki fyrir snjallsíma. Á síðustu fimm árum hefur velta Unity að jafnaði tvöfaldast á ári hverju. Rúmur helmingur þeirra sem þróa forrit fyrir farsíma og spjaldtölvur styðjast við tækni Unity.

Davíð Helgason hefur látið af störfum sem forstjóri Unity Technologies. John Riccitiello mun taka við starfinu af Davíð. Þetta kemur fram á vefsíðu fyrirtækisins . Í færslu á Facebook fagnar Davíð þessum fréttum og segir að gengið hafi verið á eftir Riccitiello í nokkurn tíma. Hann geti núna notið þess að gera það sem hann vill innan fyrirtækisins án þess að hafa áhyggjur af daglegum rekstri 500 manna fyrirtækis sem starfi í fimm heimsálfum.

Davíð er einn af þremur stofnendum fyrirtækisins og hefur starfað sem forstjóri þess í nokkur ár. Samkvæmt úttekt The Economist sem birtist í sumar er fyrirtækið verðmætasta internetfyrirtæki Danmerkur. Var það metið a einn milljarð bandaríkjadollara.

Unity Technologies framleiðir verkfæri fyrir tölvuleikjaframleiðendur, smáa sem stóra, og er tæknin sú vinsælasta hjá þeim sem búa til leiki fyrir snjallsíma. Á síðustu fimm árum hefur velta Unity að jafnaði tvöfaldast á ári hverju. Rúmur helmingur þeirra sem þróa forrit fyrir farsíma og spjaldtölvur styðjast við tækni Unity.