Syndis hefur ráðið David Jacoby, einn helsta sérfræðing Svíþjóðar í netöryggi, að því er segir í fréttatilkynningu. Syndis, dótturfyrirtæki Origo, segir David mikilvæga viðbót við teymi netöryggisfyrirtækisins sem vinnur nú að sókn á alþjóðlega markaði.

David Jacoby hefur yfir 25 ára reynslu í netöryggismálum. Hann hefur m.a. gegnt lykilhlutverkum hjá Kaspersky Lab, TrueSec AB og Outpost24.

Syndis hefur ráðið David Jacoby, einn helsta sérfræðing Svíþjóðar í netöryggi, að því er segir í fréttatilkynningu. Syndis, dótturfyrirtæki Origo, segir David mikilvæga viðbót við teymi netöryggisfyrirtækisins sem vinnur nú að sókn á alþjóðlega markaði.

David Jacoby hefur yfir 25 ára reynslu í netöryggismálum. Hann hefur m.a. gegnt lykilhlutverkum hjá Kaspersky Lab, TrueSec AB og Outpost24.

„David er í grunninn hakkari og hefur því djúpa þekkingu á netárásum, hvernig þær fara fram og hvernig best er að verjast þeim. Stefna Syndis byggir á að skilningur á sóknarleik sé nauðsyn til að tryggja góða vörn.“

David er þekktur í Svíþjóð en nálgun Davids á netöryggi hefur m.a. verið sýnd í sænska sjónvarpsþættinum "HACKAD." Þar voru raunverulegar árásir framkvæmdar í beinni útsendingu. Einnig er David vel þekktur fyrirlesari og tekur reglulega þátt í ráðstefnum um allan heim.“

Undanfarið hefur David leitt sitt eigið netöryggisfyrirtæki, boðið upp á ráðgjöf og þróað háþróaðar öryggislausnir og áætlanir, sem sýnir áhuga og áherslu hans á nýsköpun.

„Ég er gríðarlega spenntur að ganga til liðs við Syndis, þegar kemur að hugmyndafræði og sýn þá deilum við þeirri sömu skoðun um að gera internetið að öruggari stað fyrir alla. Netöryggi á ekki að vera munaðarvara heldur aðgengileg þjónusta fyrir alla, því náum ekki bara með hagkvæmum og skilvirkum lausnum heldur líka með því að virkja fólk með okkur og auka þekkingu allra. Teymið hjá Syndis samanstendur af gríðarlega hæfu fólki bæði þegar kemur að sókn og vörn í netöryggi, samsetning sem hefur sýnt sig að skilar góðum árangri við að auka þroska viðskiptavinarins. Ég hef fylgst með Syndis úr fjarlægð í langan tíma en fæ nú loks að vinna með þessu öfluga félagi og hafa áhrif á þessum spennandi tímum," segir David Jacoby.

,,Þessi víðtæka reynsla Davids verður ómetanleg þegar við höldum áfram að vaxa á bæði Sænskum og alþjóðlegum vettvangi. Sérfræðiþekking hans mun ekki aðeins auka vöru- og þjónustuframboð okkar, heldur einnig styrkja Syndis með enn breiðari og dýpri þekkingu. Við trúum því að reynsla hans og leiðtogahæfileikar muni auka enn okkar hraða vöxt og við gætum ekki verið ánægðari með að fá David í okkar hóp. Við hlökkum til að nýta sérfræðiþekkingu hans og framtíðarsýn til að styrkja stöðu okkar á nýjum mörkuðum. Við ætlum okkur að "unhack the Planet," segir Anton Már Egilsson, forstjóri Syndis.