Hersir Aron Ólafsson var í síðasta mánuði ráðinn forstöðumaður samskipta og fjárfestatengsla hjá Símanum. Auk þess verður Hersir aðstoðarmaður forstjóra og mun vinna með framkvæmdastjórn að innleiðingu nýrrar stefnu félagsins.
Hann er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og hefur einnig lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Undanfarin ár hefur hann starfað sem aðstoðarmaður forsætis-, utanríkis- og fjármálaráðherra.
„Maður hefur undanfarin ár verið að ákveða sig hvort maður vilji vera lögfræðingur eða fjölmiðlamaður. Síðustu árin hefur maður hins vegar verið í allt öðru og nú heldur það áfram,“ segir Hersir.
Hann segist spenntur að vera kominn yfir til Símans en hann telur félagið vera á spennandi stað. Síminn sé þá rótgróið vörumerki með langa sögu en sé þó engu að síður stöðugt í nýsköpun og í mikilli sókn.
Nánar er fjallað um Hersi í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.