Nói Síríus hefur tilkynnt um breytingar á skipuriti sínu um ráðningu nýs framkvæmdastjóra markaðssviðs sælgætisframleiðandans.

Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, forstjóri Nóa Síríus, segir að einföldun skipuritsins sé liður í hagræðingu í rekstri. Ytri áhrif og þróun á heimsmarkaðsverði á lykil hrávöru og öðrum aðföngum hafi verið óhagstæð og hækkanir ekki gengið til baka.

Til að mæta þessum hækkunum og lágmarka verðhækkanir frá Nóa Síríus hafi þurft að bregðast við og lækka kostnað.

Nói Síríus hefur tilkynnt um breytingar á skipuriti sínu um ráðningu nýs framkvæmdastjóra markaðssviðs sælgætisframleiðandans.

Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, forstjóri Nóa Síríus, segir að einföldun skipuritsins sé liður í hagræðingu í rekstri. Ytri áhrif og þróun á heimsmarkaðsverði á lykil hrávöru og öðrum aðföngum hafi verið óhagstæð og hækkanir ekki gengið til baka.

Til að mæta þessum hækkunum og lágmarka verðhækkanir frá Nóa Síríus hafi þurft að bregðast við og lækka kostnað.

Anna Fríða ráðin markaðsstjóri

Anna Fríða Gísladóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri markaðssviðs Nóa Síríus. Hún hefur reynslu af margvíslegum markaðsstörfum og hefur m.a. starfað sem forstöðumaður markaðsmála hjá Play, Global Brand & Campaign Manager hjá BioEffect og sem framkvæmdastjóri markaðsdeildar hjá Domino’s pizza.

Anna Fríða er með B.Sc gráðu frá Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands með áherslu á markaðsfræði og alþjóðaviðskipti.

Anna Fríða Gísladóttir, markaðsstjóri Nóa Síríus
© Elísabet Blöndal (Elísabet Blöndal)

Rósa María og Símon Gísli nýir viðskiptastjórar

Símon Gísli Símonarson og Rósa María Guðjónsdóttir tekið við stöðum viðskiptastjóra lykilviðskiptavina en þau hafa starfað hjá Nóa Síríus um árabil.

Rósa María hefur starfað hjá Nóa Síríus frá árinu 2012. Hún hefur reynslu úr verslun og þjónustu en hún starfaði hjá Festi áður en hún gekk til liðs við félagið.

Símon hefur starfað hjá Nóa Síríus frá árinu 2013. Hann hefur reynslu af innflutningi og verslun en hann starfaði áður sem rekstrar- og veitingastjóri í veitingageiranum um árabil áður en hann gekk til liðs við félagið.