„Unimaze er einstakt fyrirtæki í einstakri stöðu, og það er heiður fyrir mig að fá að leiða félagið á þessari stundu,“ segir Friðbjörn Hólm Ólafsson sem hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra Unimaze.

Félagið er eitt af leiðandi fyrirtækjum í Evrópu í sjálfvirkni viðskiptaferla og stöðlum sem tengjast rafrænni skeytamiðlun.

„Unimaze er einstakt fyrirtæki í einstakri stöðu, og það er heiður fyrir mig að fá að leiða félagið á þessari stundu,“ segir Friðbjörn Hólm Ólafsson sem hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra Unimaze.

Félagið er eitt af leiðandi fyrirtækjum í Evrópu í sjálfvirkni viðskiptaferla og stöðlum sem tengjast rafrænni skeytamiðlun.

„Ísland og Norðurlöndin hafa verið framarlega á þessu sviði, og sömuleiðis Evrópa og Suður-Ameríka. Nú eru Bandaríkjamenn og Asía að taka við sér og því eru tækifærin fyrir fyrirtæki eins og okkar gríðarstór og mikil.“

Friðbjörn bætir við að Unimaze, sem hefur starfað á sviðinu í rúma tvo áratugi, geti vaxið á næstu misserum með því að byggja á sinni miklu reynslu, þekkingu og tækni. Félagið sé í einstakri stöðu til að láta gott af sér leiða í greininni.

„Að mörgu leyti er það fyrst núna sem maður skynjar ákveðna vakningu á heimsvísu í þessum málum, að hlutirnir séu loksins fyrir alvöru að komast á næsta stig,“ segir Friðbjörn, en hann býr að meira en tuttugu ára stjórnunarreynslu og starfaði m.a. áður hjá Deloitte, Staka og Símanum

Nánar er rætt við Friðbjörn í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast viðtalið í heild sinni hér.