Eiríkur Þór Eiríksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Sleggjunar ehf. Félagið, sem var nýlega keypt af Bílaumboðinu Öskju, mun verða sölu- og þjónustuumboð fyrir Mercedes-Benz vöru- og hópferðabifreiðar.

Þjónustan fer fram hjá Sleggjunni, í húsnæði félagsins bæði í Desjamýri í Mosfellsbæ sem og í Klettagörðum í Reykjavík þar sem einnig er að finna vagnaþjónustu Sleggjunnar.

Eiríkur er menntaður kerfisfræðingur og starfaði lengi í upplýsingatæknigeiranum, en auk þess starfaði hann sem sölustjóri Mercedes-Benz vörubíla hjá Öskju á árunum 2016-2020 og þekkir því vel til á þessum markaði.

Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Bílaumboðsins Öskju:

„Við erum mjög ánægð með að fá Eirík til starfa, enda þekkir hann gjörþekkir hann vörumerkið og viðskiptavini okkar. Framundan er mikil umbylting á flutningamarkaði með orkuskiptum og þar er Mercedes-Benz í fararbroddi í þróun vöru- og hópferðabíla knúna kolefnislausum orkugjöfum. Á alþjóðlegu atvinnubílasýningunni IAA í Hanover í september síðastliðnum hlaut Mercedes-Benz eActros nýsköpunarverðlaun sýningarinnar og því óhætt að segja að það séu spennandi tímar framundan hjá viðskiptavinum okkar og Sleggjunni. Með því að færa þjónustu og sölu stærri bíla til Sleggjunnar þá eflum við fókus á þarfir viðskiptavina og búum til sterkt fyrirtæki á þessum markaði.“

Eiríkur Þór Eiríksson:

„Ég er fullur tilhlökkunar að takast á við þetta verkefni. Annars vegar að byggja upp öflugt sölu- og þjónustumboð fyrir Mercedes-Benz hjá Sleggjunni með því góða starfsfólki sem þar er fyrir og hins vegar að fá að taka þátt í þeim miklu breytingum sem framundan eru á þessum markaði með orkuskiptum. Ég þekki vörumerkið vel og veit að við eigum eftir að góðum árangri með viðskiptavinum okkar á komandi árum.“