Eva Hrönn Jónsdóttir hæstaréttarlögmaður hefur gengið til liðs við Íslensku lögræðistofuna. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Eva Hrönn er með meistaragráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og öðlaðist málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti Íslands í nóvember 2013. Eva Hrönn starfaði hjá OPUS lögmönnum frá árinu 2007. Sérsvið Evu Hrannar eru skaðabóta- og vátryggingaréttur, félagaréttur, samkeppnisréttur og verbréfa-markaðs¬réttur.

Íslenska lögfræðistofan var stofnuð árið 2008. Lögmenn stofunnar annast alla almenna lögfræðiráðgjöf og hagsmunagæslu fyrir einstaklinga, fyrirtæki, stofnanir og erlenda aðila. Íslenska lögfræðistofan er með aðsetur í Turninum við Smáratorg í Kópavogi.