Samkvæmt upplýsingum frá Alvotech hefur Eva Ýr Gunnlaugsdóttir látið af störfum sem mannauðs- og menningarstjóri Alvotech.

Hún mun hafa hætt að eigin ósk um áramót, en mun koma til með að sinna ýmsum sérverkefnum fyrir félagið á sviði mannauðsmála.

Tanya Zharov, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs, stýrir nú einnig sviði mannauðs og menningar.

Um 1.050 starfs­menn starfa hjá Al­vot­ech og tæp 80% þeirra starfa á Ís­landi.

Eva Ýr var ráðin sem framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Alvotech í maí í fyrra en hún kom til fyrirtækisins frá Landspítalanum þar sem hún starfaði sem deildarstjóri mannauðsmála síðan í ársbyrjun 2022.