Eyjólfur Árni Rafnsson var endurkjörinn formaður SA, með 96,45% greiddra atkvæða, í rafrænni kosningu sem fór fram í aðdraganda aðalfundar Samtaka atvinnulífsins í dag í Húsi atvinnulífsins.

Formaðurinn ávarpaði fundargesti og sagði að þegar vextir lækka muni skapast betri skilyrði fyrir fyrirtæki til að ráðast í fjárfestingar, endurnýja tækjabúnað o.fl.

Eyjólfur Árni Rafnsson var endurkjörinn formaður SA, með 96,45% greiddra atkvæða, í rafrænni kosningu sem fór fram í aðdraganda aðalfundar Samtaka atvinnulífsins í dag í Húsi atvinnulífsins.

Formaðurinn ávarpaði fundargesti og sagði að þegar vextir lækka muni skapast betri skilyrði fyrir fyrirtæki til að ráðast í fjárfestingar, endurnýja tækjabúnað o.fl.

„Það er eina leiðin til að tryggja betri lífskjör hér á landi og til að halda í við nágrannaþjóðir okkar. Augljóst er að lægri vextir hafa jákvæð áhrif á heimilisbókhald fjölskyldna og að þessu leyti er fólkið í landinu og fyrirtækin í sama báti. Þessir sameiginlegu hagsmunir skiptu öllu máli við gerð Stöðugleikasamningsins,“ segir Eyjólfur.

Ný inn í stjórn samtakanna koma Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Eldingar hvalaskoðunar, Sigurjón Rúnar Rafnsson aðstoðarkaupfélagsstjóri KS, Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri Viator ehf. og Árni Stefánsson, framkvæmdastjóri Húsasmiðjunnar.