Mimoza Róbertsdóttir var ráðin í nýja stöðu hjá Leikbreyti sem tæknistjóri fyrir áramót. Hún hefur unnið hjá Leikbreyti síðan 2022 og hefur sinnt ýmsum störfum þar, meðal annars sem verkefnastjóri í innleiðingum.

Þar að auki hefur Mimoza haldið utan um þróunarverkefni forritara félagsins sem starfa í tveimur löndum en Leikbreytir er með skrifstofu í Bangladess og er með teymi á Indlandi.

Síðastliðið ár hefur hún séð alfarið um forritunarteymi félagsins sem þróar Gift to Wallet, greiðslumiðlunar- og vistkerfislausn fyrirtækisins sem mörg af stærstu verslunarfélögum landsins hafa innleitt til að gefa út gjafa-, viðskiptamanna og starfsmannakort á rafrænan og hefðbundinn máta.

Mimoza lærði tölvunarfræði við Háskóla Íslands og starfaði hjá Zara, bæði meðan á náminu stóð og eftir útskrift úr netverslunardeildinni. Þar segist hún hafa fengið mikla reynslu af rafrænum viðskiptalausnum og rekstri.

Nánar er fjallað um Mimozu í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.