Icelandair réð nýlega Guðmund Tómas Sigurðsson sem nýjan flugrekstrarstjóra félagsins. Guðmundur, sem hafði stýrt þjálfunardeild Icelandair í þrjú ár, tók við starfinu af Hauki Reynissyni en hann hafði sinnt þeirri stöðu síðan 2018.

Guðmundur er flugmaður í húð og hár og segir að áhuginn hafi byrjað snemma. Hann á þó rætur að rekja til Vestmannaeyja og það var það sem leiddi hann fyrst í vélfræðinám.

„Ég fór í Vélskólann í gamla daga í stað þess að fara þessa hefðbundnu menntaskólaleið. Ég á nefnilega rætur að rekja til Vestmannaeyja og samanstóð öll föðurættin af sjómönnum og vélstjórum.“

Guðmundur fór svo í flugnám við Oxford-háskóla í Bretlandi ásamt þremur öðrum Íslendingum. Hann segir að það hafi verið áhugaverður tími en hann tók sitt fyrsta bóklega próf þann 11. september 2001.

Nánar er fjallað um Guðmund Tómas í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta lesið umfjöllunina í heild sinni hér.