Um áramótin bættist Kristófer Jónasson inn í eigendahóp lögmannsstofunnar LOGOS en hann hefur starfað hjá LOGOS síðan 2012, þar á meðal á London-skrifstofu LOGOS frá 2015 til 2018.
Kristófer er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi. Helstu starfssvið hans eru félagaréttur og fyrirtækjaráðgjöf, fjárhagsleg endurskipulagning og gjaldþrotaréttur, verktakaréttur, vinnulöggjöf, sjávarútvegur, samrunar og yfirtökur og samningaréttur.
Árið 2014 útskrifaðist hann með ML-próf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík en hóf störf hjá LOGOS tveimur árum á undan og vann þar með námi. Hann segir að alveg frá fyrsta degi hjá LOGOS hafi honum líkað vel við lögmennskuna.
„Ég var um tíma að velta fyrir mér öðrum starfsvettvangi, sérstaklega einhverju sem tengdist verklegum störfum, en eftir að ég hóf nám í lögfræði fann ég fljótt að það átti mjög vel við mig. Verkfærin eru þó aldrei langt undan í dag og hef ég í raun mikla ánægju af því að smíða og framkvæma í mínum frítíma.“
Nánar er fjallað um Kristófer í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.