Hugbúnaðarfyrirtækið Aranja hefur ráðið til sín fjóra nýja framendaforritara í hugbúnaðarteymi fyrirtækisins, og einn hönnuð í hönnunarteymið sem sett var á laggirnar um mitt ár 2022.

Hjá Aranja starfa nú 20 sérfræðingar sem sérhæfa sig í hönnun og þróun á veflausnum fyrir fjölbreyttan hóp viðskiptavina. Þar ber helst að nefna Stafrænt Ísland, Bláa Lónið, Lýsi, Grid, og Dropp, og einnig sinnir Aranja verkefnum fyrir Google, Facebook, og fleiri.

Daði Oddberg hefur verið ráðinn sem hönnuður hjá Aranja. Hann kemur frá Júní þar sem hann starfaði sem Design Lead og vann að verkefnum fyrir m.a. VÍS, Arion banka, Veitur og Stafrænt Ísland. Daði er með B.A. gráðu í grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands.

Fannar Gauti Guðmundsson er með B.S. gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands. Hann er búsettur í Stokkhólmi og starfaði áður við hugbúnaðarþróun hjá Futurice í Stokkhólmi. Þar á undan starfaði Fannar hjá Dohop á Íslandi.

Hugbúnaðarfyrirtækið Aranja hefur ráðið til sín fjóra nýja framendaforritara í hugbúnaðarteymi fyrirtækisins, og einn hönnuð í hönnunarteymið sem sett var á laggirnar um mitt ár 2022.

Hjá Aranja starfa nú 20 sérfræðingar sem sérhæfa sig í hönnun og þróun á veflausnum fyrir fjölbreyttan hóp viðskiptavina. Þar ber helst að nefna Stafrænt Ísland, Bláa Lónið, Lýsi, Grid, og Dropp, og einnig sinnir Aranja verkefnum fyrir Google, Facebook, og fleiri.

Daði Oddberg hefur verið ráðinn sem hönnuður hjá Aranja. Hann kemur frá Júní þar sem hann starfaði sem Design Lead og vann að verkefnum fyrir m.a. VÍS, Arion banka, Veitur og Stafrænt Ísland. Daði er með B.A. gráðu í grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands.

Fannar Gauti Guðmundsson er með B.S. gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands. Hann er búsettur í Stokkhólmi og starfaði áður við hugbúnaðarþróun hjá Futurice í Stokkhólmi. Þar á undan starfaði Fannar hjá Dohop á Íslandi.

Fanney Þóra Vilhjálmsdóttir er með B.S. gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík og diplóma í kvikmyndagerð frá Kvikmyndaskóla Íslands. Hún starfaði áður sem framendaforritari hjá Júní og vann m.a. fyrir Orkuveitu Reykjavíkur, Íslandsstofu, Lyf og heilsu og Unicef. Þar áður starfaði hún við kvikmyndagerð bæði hér heima og á Írlandi.

Gunnlaugur Guðmundsson er með B.S. gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Gunnlaugur starfaði áður hjá VÍS sem alhliða forritari og hefur m.a. tekið starfsnám í Härte- und Oberflächentechnik í Nuremberg, Þýskalandi.

Sigurður Snær Eiríksson kemur til Aranja frá Beedle, en þar starfaði hann sem framendaforritari síðastliðin 2 ár. Þar áður starfaði hann m.a. hjá Gangverki, Advania, Arion banka, og Dacoda. Sigurður er með B.S. gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

„Síðustu ár hafa verið krefjandi og skemmtileg hjá okkur í Aranja. Á síðasta ári ákváðum við að víkka út starfsemina og setja á laggirnar hönnunardeild, sem gerir okkur kleift að bjóða upp á heildarþjónustu í stafrænni þróun. Það er nóg framundan og við erum hæstánægð með að fá þetta reynslumikla fólk til liðs við okkur,“ segir Bryndís Alexandersdóttir, framkvæmdastjóri Aranja.