LOGOS lögmannsþjónusta hefur bætt við sig fimm löglærðum fulltrúum sem allir hófu störf síðastliðið sumar. Hefur stofan því nú að skipa um 50 löglærðum starfsmönnum. Þetta kemur fram í tilkynningu. LOGOS er stærsta lögmannsstofa landsins með starfsstöðvar í Reykjavík og London.

Bjarki Már Magnússon er fæddur árið 1996. Hann útskrifaðist með meistaragráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík sumarið 2022. Áður starfaði Bjarki sem laganemi hjá LOGOS frá árinu 2020 samhliða námi, var í fyrirtækjarekstri og sinnti samhliða því ýmsum stjórnarstörfum.

Gabríela Markúsdóttir er fædd árið 1996. Hún útskrifaðist með meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands sumarið 2022 en sótti einnig skiptinám í Danmörku. Samhliða námi sinnti Gabríela störfum sem laganemi hjá LOGOS frá árinu 2018.

Guðjón Andri Jónsson er fæddur árið 1996. Hann útskrifaðist með meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands sumarið 2022 en sótti einnig skiptinám til Ungverjalands. Guðjón starfaði áður sem laganemi hjá LOGOS frá janúar 2022.

Gunnar Smári Þorsteinsson er fæddur árið 1996. Hann útskrifaðist með meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands sumarið 2022 en sótti einnig skiptinám til Hollands.

Haraldur Andrew Aikman er fæddur árið 1997. Hann útskrifaðist með meistaragráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík sumarið 2022. Samhliða námi sinnti Haraldur störfum sem laganemi hjá LOGOS frá árinu 2020.