Ísold Einarsdóttir var ráðin markaðsstjóri upplýsingatæknifyrirtækisins OK í síðasta mánuði en hún hefur mjög mikla reynslu og kunnáttu þegar kemur að sölumálum og markaðssetningu á upplýsingatæknilausnum.
Hún segist alltaf hafa haft mikinn áhuga á sölu- og markaðsmálum alveg frá ungum aldri og vissi alltaf að framtíð hennar myndi á einhvern hátt tengjast viðskiptum.
„Áður en ég fór í framhaldsskóla þá spurði langmanna mín mig og frænkur mínar hvort við værum búnar að velja okkur framhaldsskóla. Ég var hins vegar komin skrefi lengra og var farin að hugsa um það hvaða háskóla ég ætlaði í.“
Ísold fór á viðskiptabraut í framhaldsskóla en á þeim tíma var hún skráð í þrjá mismunandi framhaldsskóla til að ljúka náminu á styttri tíma en kostur var á þeim tíma. Árið 2019 byrjaði Ísold svo að vinna sem sölustjóri hjá OK en færði sig síðan yfir í markaðsmálin.
Nánar er fjallað um Ísold í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.