Jón Brynjar er reynslumikill og árangursdrifinn stjórnandi með yfir tíu ára reynslu af fjármálum og rekstri fyrirtækja. Hann var nýlega ráðinn sem fjármálastjóri Héðins en kom þangað frá Sýn hf. þar sem hann vann sem forstöðumaður fjármála.

Héðinn hefur sérhæft sig í málmiðnaði og véltækni á Íslandi í yfir 100 ár og sinnir fyrirtækið fjölbreyttri þjónustu við sjávarútveg, stóriðjufyrirtæki og orkuframleiðendur. Jón Brynjar er nú kominn í hóp 140 starfsmanna sem vinna hjá fyrirtækinu.

Jón Brynjar er reynslumikill og árangursdrifinn stjórnandi með yfir tíu ára reynslu af fjármálum og rekstri fyrirtækja. Hann var nýlega ráðinn sem fjármálastjóri Héðins en kom þangað frá Sýn hf. þar sem hann vann sem forstöðumaður fjármála.

Héðinn hefur sérhæft sig í málmiðnaði og véltækni á Íslandi í yfir 100 ár og sinnir fyrirtækið fjölbreyttri þjónustu við sjávarútveg, stóriðjufyrirtæki og orkuframleiðendur. Jón Brynjar er nú kominn í hóp 140 starfsmanna sem vinna hjá fyrirtækinu.

„Hingað til hef ég verið í tæknigeiranum en það er mjög gaman að vera kominn í alvöru áþreifanlega framleiðslu. Síðasta rekstrarár hjá félaginu var gott og það er augljóslega hugur í eigendum og stjórnendum Héðins að viðhalda góðum rekstri, styðja við nýsköpun og víkka út starfsemina,“ segir Jón Brynjar.

Áður en Jón vann hjá Sýn starfaði hann hjá Advania Ísland ehf. í tæplega átta ár sem forstöðumaður hagdeildar og svo fjármálastjóri félagsins.

Nánar er fjallað um Jón Brynjar í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.