Benedikt K. Magnússon, framkvæmdastjóri fjármála hjá Orkuveitu Reykjavíkur (OR), hefur látið af störfum hjá félaginu. Í tilkynningu OR segir að hann og Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri OR, hafi gert með sér samkomulag um starfslok.

Brynja Kolbrún Pétursdóttir sem gegnt hefur starfi aðstoðarmanns framkvæmdastjóra fjármála mun taka við verkefnum framkvæmdastjóra þar til nýr aðili tekur til starfa.

Benedikt hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra fjármála hjá Orkuveitunni síðasta eina og hálfa árið. Hann kom til OR frá KPMG þar sem hann hafði starfað frá árinu 2001 og þar af verið í eigendahóp félagsins frá árinu 2008.