Ástgeir Ólafsson, Brynja Þrastardóttir, Grímur Birgisson og Kristófer Númi Hlynsson ráðin í Kauphöll og Verðbréfamiðstöð Nasdaq.
Ljósmynd: Haraldur Guðjónsson
Deila
Fjórir nýir starfsmenn hafa verið ráðnir til Nasdaq á Íslandi Nasdaq á Íslandi á undanförnum vikum, hjá Nasdaq Iceland (Kauphöllinni) og Nasdaq CSD á Íslandi (Nasdaq verðbréfamiðstöð). Það eru þau Ástgeir Ólafsson, Brynja Þrastardóttir, Grímur Birgisson og Kristófer Númi Hlynsson.
Áður en hann hóf störf hjá verðbréfamiðstöðinni, starfaði hann hjá fjárfestingabankanum JP Morgan í Bretlandi á sviði fyrirtækjaaðgerða. Þá hefur Kristófer starfað sem þjónustufulltrúi einstaklinga og fyrirtækja hjá Landsbankanum og á lögfræðisviði Arion banka.
Nasdaq (Nasdaq: NDAQ) er alþjóðlegt tæknifyrirtæki sem þjónar verðbréfamörkuðum og öðrum atvinnugeirum. Félagið segir að fjölbreytt framboð sitt af markaðsgögnum, greiningarvörum, hugbúnaði og þjónustu geri viðskiptavinum félagsins kleift að láta framtíðarsýn þeirra verða að veruleika.