Ís­lands­banki hefur ráðið í fjórar stöður stjórn­enda hjá bankanum.

Ár­dís Björk Jóns­dóttir hefur verið ráðin for­stöðumaður dag­legra banka­við­skipta, Freyr Guð­munds­son for­stöðumaður stafrænnar þróunar, Guð­mundur Böðvar Guðjóns­son deildar­stjóri vöru­merkis og Petra Björk Mogen­sen for­stöðumaður við­skiptaum­sjónar.

Ár­dís Björk Jóns­dóttir kemur til Ís­lands­banka frá Stokki Software þar sem hún hefur gegnt starfi fram­kvæmda­stjóra frá vor­dögum 2021. Þar áður var Ár­dís yfir sjón­varps- og upp­lýsingatæknisviði Sýnar, stýrði verk­efna­stofu hjá N1, auk starfa fyrir upp­lýsingatækni­fyrir­tækið Advania á Ís­landi og tölvu­leikja­fram­leiðandann CCP.

Freyr Guð­munds­son hefur undan­farin 15 ár starfað sem ráðgjafi í fjártækni, bankaþjónustu og nýsköpunar­greinum í Evrópu, Asíu og Bandaríkjunum.

Samkvæmt tilkynningu frá bankanum býr Freyr að mikilli reynslu á sviði vöru­stjórnunar og tækni­legrar for­ystu, stafrænna um­breytinga, leið­togafærni og stjórnunar.

Guð­mundur Böðvar Guðjóns­son, kemur til Ís­lands­banka frá Símanum þar sem hann sá um markaðs­setningu fyrir Sjón­varp Símans. Þar áður var hann deildar­stjóri á sölu- og markaðs­sviði Icelandair.

Petra Björk Mogen­sen hefur víðtæka reynslu úr fjár­mála­geira og hefur starfað hjá Ís­lands­banka frá árinu 2019.

Petra hefur sinnt stefnumótandi verk­efnum þvert á bankann með það að mark­miði að auka skil­virkni og bæta þjónustu­upp­lifun.

Síðastliðin tvö ár hefur Petra gengt starfi vöru­stjóra útlána­lausna og tekið þátt í inn­leiðingu á stafrænni stefnu bankans. Áður starfaði hún meðal annars hjá WOW air og Arion banka.