Samkomulag hefur náðst milli forsætis- og matvælaráðherra og ráðuneytisstjóra í þeim ráðuneytum um flutning hlutaðeigandi ráðuneytisstjóra milli ráðuneyta.

Bryndís Hlöðversdóttir, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, mun frá og með 15. apríl 2024 taka við embætti ráðuneytisstjóra í matvælaráðuneytinu.

Samtímis mun Benedikt Árnason, ráðuneytisstjóri í matvælaráðuneytinu, taka við embætti ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu.