Stiklað er á stóru þegar að kemur að helstu vistaskiptum stjórnenda árið 2022 í Áramótum, tímariti Viðskiptablaðsins og Frjálsrar verslunar sem var að koma út.

Guðný Helga Herbertsdóttirvar ráðin forstjóri VÍS í kjölfar brotthvarfs Helga Bjarnasonar úr forstjórastólnum. Hún hefur starfað hjá tryggingafélaginu frá árinu 2016 og var framkvæmdastjóri sölu og þjónustu áður en hún tók við forstjórastarfinu.

Konráð S. Guðjónsson var víðförull á árinu sem er að líða. Í byrjun árs starfaði hann sem tímabundinn efnahagsráðgjafi SA. Að því loknu færði hann sig yfir í nýstofnaða greiningardeild Arion banka. Í lok nóvember var hann svo ráðinn aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur fjármálaráðherra.

Halldór Benjamín Þorbergsson var ráðinn forstjóri fasteignafélagsins Regins í kjölfar þess að Helgi S. Gunn-arsson hætti störfum. Halldór Benjamín var áður framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og stýrði samtökunum í rúmlega sex ár.

Sesselía Birgisdóttir var ráðin framkvæmdastjóri sölu-, þjónustu- og markaðsmála Vodafone og hætti um leið í stjórn félagsins. Hún kom til Sýnar frá Högum.

Fossar fjárfestingarbanki réði Sveinbjörn Sveinbjörnsson sem framkvæmdastjóra eignastýringar. Hann kom til Fossa frá Íslandsbanka þar sem hann starfaði í 14 ár, síðast sem forstöðumaður eignastýringar

Hildur Eiríksdóttir leysti Sveinbjörn Sveinbjörnsson af hólmi sem forstöðumaður eignastýringar Íslandsbanka, þar sem hún var áður viðskiptastjóri. Hún hóf upphaflega störf hjá bankanum árið 2000.

Árni Hrannar Haraldsson tók við starfi framkvæmdastjóra ON af Berglindi Rán Ólafsdóttur sem varð forstjóri ORF Líftækni. Hann starfaði áður hjá lyfjafyrirtækinu MSPharma.

Sævar Freyr Þráinsson lét af störfum sem bæjarstjóri Akraneskaupstaðar til að taka við starfi forstjóra hjá Orkuveitu Reykjavíkur af Bjarna Bjarnasyni. Sævar hefur m.a. starfað sem forstjóri Símans og 365 miðla.

Anna Kristín Pálsdóttir var ráðin framkvæmdastjóri Marels í Norður-Ameríku. Samhliða því gegnir hún áfram starfi framkvæmdastjóra nýsköpunar og þróunar hjá félaginu sem hún hefur starfað hjá frá 2015.

Sigríður Margrét Oddsdóttir tók sl. haust við keflinu af Halldóri Benjamín Þorbergssyni sem framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Áður starfaði hún sem forstjóri Lyfju.

Við samruna VÍS og Fossa fjárfestingarbanka varð Haraldur Þórðarson forstjóri VÍS-samstæðunnar. Haraldur er einn stofnenda Fossa og var forstjóri félagsins árin 2015 til 2023. Auk þess að stýra samstæðunni er hann stjórnarformaður Fossa.

Einar Þórarinsson tók við sem framkvæmdastjóri Ljósleiðarans, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, af Erling Frey Guðmundssyni. Hann kom til félagsins frá Sidekick Health en starfaði þar áður m.a. hjá Advania og Vodafone

Tryggingafélagið Vörður gekk frá ráðningu á Steinunni Lindu Jónsdóttur í starf rekstrarstjóra. Um var að ræða nýja stöðu hjá Verði. Hún starfaði áður hjá Marel í 12 ár og gegndi þar síðast stöðu rekstrarstjóra fiskiðnaðarsviðs.

Björgvin Víkingsson var í mars ráðinn innkaupastjóri og aðstoðarframkvæmdastjóri Bónuss. Hálfu ári síðar var greint frá starfslokum Guðmundar Marteinssonar sem framkvæmdastjóra og tekur Björgvin við sem framkvæmdastjóri um áramótin.

Aptos, eigandi LS Retail, tilkynnti að Kristján Jóhannsson hefði tekið við sem forstjóri LS Retail. Kristján gekk fyrst til liðs við félagið árið 2016 og hefur frá þeim tíma gegnt ýmsum störfum innan þess og var síðast framkvæmdastjóri viðskiptasviðs.

Ásmundur Tryggvason var ráðinn forstjóri Styrkáss, nýs þjónustufyrirtækis sem samanstendur af Skeljungi og Kletti. Hann var áður framkvæmdastjóri fyrirtækjaog fjárfestasviðs Íslandsbanka um tæplega fimm ára skeið og þar áður forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar í sjö ár.

Anna Regína Björnsdóttir tók við starfi forstjóra hjá CCEP á Íslandi af Einari Snorra Magnússyni. Hún hefur starfað hjá félaginu frá árinu 2012 og á þeim tíma gegnt ýmsum stjórnunarstöðum.

Garðar Svavarsson tók við sem kaupfélagsstjóri Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga og framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar. Hann tók við af Friðriki Mar Guðmundssyni. Garðar leiddi áður uppsjávarsvið félagsins í áratug.

Ellert Hlöðversson var ráðinn til að leysa Jón Guðna Ómarsson af sem fjármálastjóri Íslandsbanka. Hann er öllum hnútum kunnugur í bankanum eftir 13 ára starf innan hans. Síðast var hann forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar.

Egill Lúðvíksson tók við starfi framkvæmdastjóra hjá Heimstaden á Íslandi af Gauta Reynissyni. Hann starfaði áður hjá móðurfélagi Heimstaden í Kaupmannahöfn við fjárfestingar, stefnumótun og fjármögnun.

Ægir Páll Friðbertsson leysti Bjarna Ármansson af hólmi sem forstjóri Iceland Seafood í kjölfar þess að Bjarni seldi 10,8% eignarhlut sinn í gegnum Sjávarsýn til Brims. Ægir Páll var áður framkvæmdastjóri Brims og þar áður framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Reykjavíkur.

Sælgætisframleiðandinn Nói Siríus réði Sigríði Hrefnu Hrafnkelsdóttur í starf forstjóra félagsins. Hún starfaði áður sem framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Íslandsbanka frá árinu 2017.

Halla Guðrún Jónsdóttir tók við starfi fjármála- og rekstrarstjóra hjá Eyri Invest. Hún starfaði áður hjá Marel frá árinu 2018 en Eyrir er stærsti hluthafi Marels.

Stjórn Íslandsbanka gekk frá ráðningu Jóns Guðna Ómarssonar í starf bankastjóra í kjölfar þess að Birna Einarsdóttir lét af störfum í kjölfar 1,2 milljarða sáttargreiðslu bankans til Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands.

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra réði Björg Ástu Þórðardóttur sem aðstoðarmann sinn. Björg Ásta starfaði áður sem yfirlögfræðingur Samtaka iðnaðarins frá árinu 2015.

Kaldalón réði Sigurbjörgu Ólafsdóttur sem fjármálastjóra félagsins. Áður starfaði hún um nokkurra ára skeið hjá Arion banka þar sem hún gegndi stöðu forstöðumanns fasteignaog innviðateymis. Sviðið sér m.a. um lán til fasteignafélaga og fasteignaverkefna.

Eftir að Árni Oddur Þórðarson lét af störfum sem forstjóri Marels var Árni Sigurðsson ráðinn eftirmaður hans. Hann var áður aðstoðarforstjóri hjá félaginu.

Böðvar Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri Innanlandssviðs hjá Eimskip, var ráðinn framkvæmdastjóri Eimskips í Hollandi, sem tilheyrir Alþjóðasviði félagsins. Hann hefur starfað hjá Eimskip í tæp 20 ár