Stiklað er á stóru þegar að kemur að helstu vistaskiptum stjórnenda árið 2022 í Áramótum, tímariti Viðskiptablaðsins og Frjálsrar verslunarsem var að koma út.

Eggert Þór Kristófersson tók við starfi forstjóra Landeldis hf. eftir sjö ára starf sem forstjóri hjá Festi.

Starfslok Eggerts hjá Festi vöktu nokkra athygli þar sem stjórn félagsins gerðist tvísaga um ástæður starfslokanna og í kjölfarið var boðað hjá stjórnarkjörs.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Ásta Fjeldsted var ráðin forstjóri hjá Festi eftir að hafa starfað sem framkvæmdastjóri Krónunnar í tvö ár.

Ásta er vélaverkfræðingur að mennt og var þar áður framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.

© Aðsend mynd (AÐSEND)

Yngvi Halldórsson tók við af Heiðari Guðjónssyni sem forstjóri Sýnar.

Yngvi hafði gengt stöðu framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Sýnar frá árinu 2019.

© Aðsend mynd (AÐSEND)

Halla Kristjánsdóttir var ráðin sviðsstjóri eignastýringar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR), stærsta lífeyrissjóðs landsins. Halla hefur starfað frá árinu 2006 við eignastýringu hjá LSR.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði