Arctic Fish hefur ráðið Daníel Jakobsson sem forstjóra en hann hóf störf þar í byrjun maí. Daníel tók við af Stein Ove Tveiten, sem verður áfram til ráðgjafar hjá fyrirtækinu til 1. júní næstkomandi.

Daníel byrjaði að vinna hjá Arctic Fish árið 2021 sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar en þar sá hann um uppbyggingarverkefni fyrirtækisins.

Arctic Fish er laxeldisfyrirtæki á Vestfjörðum með 29.800 tonna leyfi til framleiðslu á 10 eldisstaðsetningum í fimm fjörðum, þ.e. Patreksfirði, Tálknafirði, Arnarfirði, Dýrafirði og Ísafjarðardjúpi.

Hann segist sjálfur líta á sig sem Vestfirðing en hann hefur búið þar í samtals 27 ár. Áður en hann flutti til Reykjavíkur ólst Daníel upp á Ísafirði sem ungur drengur en faðir hans var prestur í bænum.

Nánar er fjallað um Daníel í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.