Valgerður María Friðriksdóttir hefur verið ráðin mannauðsstjóri Landeldis og mun koma til starfa í febrúar/mars næstkomandi. Henni er falið það verkefni að byggja upp fyrirtækjamenningu með áherslu á gæða- og öryggismál hjá Landeldi, að því er kemur fram í fréttatilkynningu.
Valgerður hefur undanfarin 10 ár unnið í mannauðsmálum, m.a. hjá Ikea, Skeljungi og 66°Norður. Frá 2019 hefur hún starfaði hjá Festi, fyrst sem mannauðsstjóri Elko og svo sem mannauðsstjóri Festi.
Valgerður er með B.A gráðu í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands frá árinu 2009 og M.A í Mannauðsstjórnun frá sama skóla frá árinu 2011.