Fannar Örn Arnarsson hefur gengið til liðs við Akta sjóði sem sjóðstjóri innlendra skuldabréfasjóða. Greint er frá ráðningu hans á vefsíðu Akta sjóða.
Hann starfaði áður í markaðsviðskiptum hjá Kviku banka árin 2017 til 2020 og síðar í eigin viðskiptum frá 2020 til 2023.
Fannar er með B.Sc. gráðu í fjármálaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.