Steinunn Hlíf Sigurðar­dóttir, fram­kvæmda­stjóri upp­lifunar við­skipta­vina hjá Arion banka, hefur komist að sam­komu­lagi við bankann um starfs­lok eftir að hafa gegnt starfinu og átt sæti í fram­kvæmda­stjórn bankans frá árinu 2021.

Þetta kemur fram í Kaup­hallar­til­kynningu frá Arion banka.

„Steinunn Hlíf hefur leitt mikil­vægar breytingar þegar kemur að þjónustu bankans og upp­lifun við­skipta­vina. Við höfum byggt sterkan grunn sem mun gegna lykil­hlut­verki í á­fram­haldandi þróun þjónustu okkar og upp­lifun við­skipta­vina. Ég þakka Steinunni ein­stak­lega gott sam­starf og óska henni vel­farnaðar á nýjum vett­vangi,“ segir Bene­dikt Gísla­son, banka­stjóri Arion banka, í til­kynningu.