Ágúst Þór Ágústsson hefur gengið til liðs við veðbankann Epicbet sem nýverið hóf starfsemi sína.
Ágúst er viðskiptafræðingur að mennt frá Auburn University Montgomery og hefur undanfarin 5 ár starfað sem áhættustjóri íþróttaveðmála hjá GAN Limited, sem er eigandi vörumerkisins Coolbet.
Ágúst er flestum knattspyrnuáhugamönnum kunnugur, þá helst fyrir framlag sitt sem reglulegur gestur árdaga hlaðvarpsins Dr. Football, en Ágúst á einnig að baki feril sem leikmaður með Breiðablik, Fjölni og Hvöt á Blönduósi.
Ágúst starfaði á árum áður við að stuðla leiki hjá Íslenskum getraunum og hefur getið sér nafn sem einn fremsti spáspekingur þjóðarinnar þegar kemur að spá fyrir um úrslit íþróttaleikja.
Svo naskur er hann að hann fékk viðurnefnið „Framtíðin“ eftir að orðrómur hafði komist á kreik að hann væri raun og veru úr framtíðinni. Það má því segja svo að framtíðin sé hjá Epicbet.
Epicbet er flaggskip einstneska veðmálafyrirtækisins Sisu Tech. Félagið var stofnað af teyminu á bakvið Coolbet, sem selt var til GAN á 176 milljónir dala árið 2020.
Eins og Viðskiptablaðið greindi frá í október í fyrra var fjöldi Íslendinga sem tók þátt í hlutafjárútboði Sisu Tech í fyrra. Í útboðinu var félagið metið á 22,8 milljónir evra, eða sem nemur 3,4 milljörðum króna, og tóku alls 24 íslenskir fjárfestar tóku þátt í útboðinu sem áttu samtals um 7,5% hlut eftir útboðið.