Fríða Jónsdóttir tók nýverið til starfa sem markaðsstjóri hjá íslenska heilbrigðistæknifyrirtækinu NeckCare. Fríða hefur víðtæka reynslu af markaðsmálum, ekki síst innan heilbrigðistæknigeirans, með sérstaka áherslu á stefnumótun markaðsmála, uppbyggingu og stýringu vörumerkja.

NeckCare er nýsköpunarfyrirtæki í heilbrigðistækni sem var stofnað árið 2019 og byggir á rannsóknum sem ná aftur til ársins 2003. NeckCare þróar og selur hugbúnað og vélbúnað sem leggur mat á hreyfigetu í hálsi og nýtist þannig læknum og sjúkraþjálfurum sem meðhöndla sjúklinga með hálsmeiðsli.

Fríða Jónsdóttir tók nýverið til starfa sem markaðsstjóri hjá íslenska heilbrigðistæknifyrirtækinu NeckCare. Fríða hefur víðtæka reynslu af markaðsmálum, ekki síst innan heilbrigðistæknigeirans, með sérstaka áherslu á stefnumótun markaðsmála, uppbyggingu og stýringu vörumerkja.

NeckCare er nýsköpunarfyrirtæki í heilbrigðistækni sem var stofnað árið 2019 og byggir á rannsóknum sem ná aftur til ársins 2003. NeckCare þróar og selur hugbúnað og vélbúnað sem leggur mat á hreyfigetu í hálsi og nýtist þannig læknum og sjúkraþjálfurum sem meðhöndla sjúklinga með hálsmeiðsli.

Fríða starfaði í 14 ár hjá Össuri, m.a. sem markaðsstjóri í Asíu, þá búsett í Kína og Hong Kong, og hafði síðar umsjón með stefnumörkun Össurar í markaðsmálum á heimsvísu.

„Það er frábært að fá að koma inn á þessum spennandi tímapunkti í vegferð NeckCare með þeim fjölbreytta og öfluga hópi fólks sem hér starfar. Við erum með einkaleyfi á einstakri heilbrigðistæknilausn sem er skráð hjá Matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna (e. FDA) og ég hlakka til að nýta tækifærin sem við stöndum frammi fyrir til fulls,“ segir Fríða Jónsdóttir, markaðsstjóri NeckCare.

Fríða er með MSc gráðu frá London School of Economics í heilsuhagfræði, stjórnun og stefnumótun innan heilbrigðiskerfa og BSc gráðu í viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði frá Háskóla Íslands, auk þess að hafa numið markaðsfræði við Edith Cowan University í Ástralíu.

„Það er alveg frábært að fá Fríðu til liðs við okkur hvernig sem á það er litið. Það eru ekki margir á Íslandi með jafnmikla reynslu og þekkingu á sviði markaðssetningar í heilbrigðistækni og einstakt tækifæri að fá að njóta krafta hennar. Hún er með alþjóðlega og víðtæka reynslu og styrkir stjórnendateymi fyrirtækisins enn frekar,“ segir Orri Guðmundsson, framkvæmdastjóri NeckCare.