Gabríela Rún Sigurðardóttir hefur hafið störf hjá Keahótelum sem markaðsstjóri. Síðustu ár hefur hún starfað sem markaðsfulltrúi hjá Heimilistækjum auk þess sem hún hefur kennt stafræna markaðssetningu við Háskólann í Reykjavík.
Gabríela er markaðsfræðingur að mennt og hefur lokið bsc gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og meistaranámi í markaðsfræði frá háskólanum í Reykjavík.
Keahótel er þriðja stærsta hótelkeðja landsins sem rekur níu hótel. Í Reykjavík eru hótelin sex talsins; Hótel Borg , Apótek, Sand, Skuggi, Storm og Reykjavík Lights. Þá rekur keðjan Hótel Kea á Akureyri, Sigló Hótel á Siglufirði og Hótel Kötlu í Vík.