Tryggvi Björn Davíðsson var í síðasta mánuði ráðinn framkvæmdastjóri sparisjóðsins indó. Hann tekur við af Hauki Skúlasyni en hann og Tryggvi stofnuðu sjóðinn árið 2022 eftir fjögurra ára undirbúning.
Haukur og Tryggvi verða áfram í hópi stærstu eigenda indó en Tryggvi var áður í stöðu rekstrarstjóra sparisjóðsins.
Tryggvi er með BSc-gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og MS-gráðu í sama fagi frá hagfræðiháskólanum í Toulouse í Frakklandi. Hann er þar að auki með MBA-gráðu frá INSEAD en þar lærði hann bæði í París og Singapúr.
Vegferð Tryggva í hagfræði hófst á götum Jakarta meðan hann bjó þar árið 1993. Tryggvi er hálfindónesískur en faðir hans flutti til Íslands árið 1970. Þegar Tryggvi var 19 ára fékk hann tækifæri til að heimsækja heimaslóðir fjölskyldunnar í eitt ár.
Nánar er fjallað um Tryggva í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta lesið umfjöllunina í heild sinni hér.