Guðbjörg Ingunn Magnúsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Ásthildar Lóu Þórsdóttur, mennta- og barnamálaráðherra.
Í tilkynningu ráðuneytisins kemur fram að Guðbjörg hafi verið ráðin í stöðu sérfræðings í mennta- og barnamálaráðuneytinu í byrjun árs en gegnir stöðu aðstoðarmanns frá og með deginum í dag samkvæmt ákvörðun ráðherra.
Guðbjörg hefur starfaði sem kennari við Sæmundarskóla, Lágafellsskóla og Árbæjarskóla auk þess að hafa starfað sem deildarstjóri á leikskólanum Hlaðhamri. Síðustu ár hefur hún starfað í Suðurmiðstöð Reykjavíkur sem íþrótta- og samskiptatengill og sem verkefnastjóri Velkominn í hverfið, sem hefur það að markmiði að styðja sérstaklega við börn og fjölskyldur af erlendum uppruna.
Guðbjörg útskrifaðist árið 2004 sem grunnskólakennari frá Kennaraháskóla Íslands og er með MA-gráðu í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf frá Háskóla Íslands.
Þess má geta að Guðbjörg Ingunn er eiginkona Ragnars Þórs Ingólfssonar, þingmanns Flokks fólksins sem hefur unnið með Ásthildi Lóu á vettvangi Hagsmunasamtaka heimilanna á undanförnum árum. Þá störfuðu Guðbjörg og Ásthildur Lóa saman í Árbæjarskóla um tíma.