Stjórn Amazingtours hefur ráðið Guðbjörgu Ásu Eyþórsdóttur sem framkvæmdastjóra en hún er útskrifaður ferðamálafræðingur úr Háskóla Íslands með alþjóðaviðskipti sem aukagrein.

Amazingtours er ferðaþjónustufyrirtæki sem stofnað var árið 2004 og sérhæfir sig meðal annars í að sérsniðuðum-, snjósleða- og kajak ferðum.

Síðastliðin átt ár hefur Guðbjörg starfað hjá Arctic Adventures þar sem hún hefur sinnt hinum ýmsum störfum og sinnti meðal annars starfi rekstrarstjóra hjá fyrirtækinu.

Ásamt því starfi hefur Guðbjörg tekið virkan þátt í því að byggja upp ferðaþjónustu á Íslandi meðal annars með setu í afþreyingarnefnd SAF.