Unimaze er að stækka við sig og hefur nýlega ráðið inn Guðjón Lárusson sem nýjan bakendaforritara í þróunarteymi Unimaze. Greint er frá ráðningu hans í fréttatilkynningu.
Hann kemur frá Deloitte þar sem hann hefur unnið að fjölmörgum verkefnum tengdum rafrænum skjölum og viðskipta hugbúnaðarlausnum. Guðjón er með BS gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík og unnið sem bakendaforritari í nær 18 ár.
„Við erum ákaflega ánægð með að hafa fengið Guðjón til liðs við okkur og bjóðum hann velkominn til Unimaze,“ segir Friðbjörn Hólm framkvæmdastjóri Unimaze. „Sérfræðiþekking Guðjóns, reynsla og nálgun hans á bakendaþróun munu vera ómetanleg við að bæta vöruframboð okkar og knýja tækniframfarir innan viðskiptalausna.“
„Ég spenntur að fá að takast á við krefjandi og skemmtileg verkefni sem að Unimaze fæst við og hlakka til að vinna með hæfileikaríka teymi Unimaze, stuðla að þróunarstarfinu og mæta síbreytilegum þörfum viðskiptavina Unimaze,“ segir Guðjón Lárusson.