Guðný Ljósbrá Hreinsdóttir hefur verið ráðinn inn sem framkvæmdastjóri Wake Up Reykjavík og hefur hún nú þegar hafið störf. Greint er frá ráðningu hennar í fréttatilkynningu.

Guðný hefur starfað hjá fyrirtækinu frá árinu 2018 og unnið á öllum sviðum fyrirtækisins í gegnum árin, í þjónustuveri, sem leiðsögumaður, í markaðsdeildinni, í myndefna- og framleiðsludeildinni og tekur hún nú við keflinu sem framkvæmdastjóri. Guðný er með M.Sc. gráðu frá Háskóla Íslands í markaðsfræði- og alþjóðaviðskiptum.

Ferðaþjónustufyrirtækið Wake Up Reykjavík hefur verið starfrækt frá árinu 2014 en stofnendur þess eru þeir Daníel Pétursson og Egill Halldórsson. Fyrirtækið sérhæfir sig í matarferðum um Reykjavík undir nafninu The Reykjavik Food Walk.

Ferðin sem fyrirtækið býður upp á The Reykjavik Food Walk leiðir ferðamenn um miðbæ Reykjavíkur í fylgd með leiðsögumanni þar sem gestir heyra fróðleik um um borgina og kynnast matarmenningu Íslands.

Wake Up Reykjavík hefur stækkað með hverju ári og situr nú matarupplifunin, The Reykjavik Food Walk í fyrsta sæti á lista TripAdvisor yfir bestu matarupplifun á heimsvísu með yfir 10,000+ 5 stjörnu umsagnir.