Þingfundur hófst í dag á Alþingi með því að Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis las upp tilkynningu frá Guðna Ágústssyni, formanni Framsóknarflokksins um að Guðni hefði sagt af sér þingmennsku.
Jafnframt óskaði Guðni þjóðinni velfarnaðar á erfiðum tímum sem framundan væru.
Þá tilkynnti hann í dag að hann hygðist láta af formennsku í Framsóknarflokknum.