Gunnar Már Sigur­finns­son hefur á­kveðið að segja starfi sínu lausu sem fram­kvæmda­stjóri Icelandair Car­go og mun þar með stíga til hliðar úr fram­kvæmda­stjórn Icelandair Group.

Þetta kemur fram í til­kynningu Icelandair til Kaup­hallarinnar.

„Upp­sögnin tekur gildi sam­stundis en Gunnar Már mun halda á­fram að starfa með fé­laginu á næstu mánuðum og styðja eftir­mann sinn eftir því sem þörf er á til að tryggja ó­slitna starf­semi á þessu mikil­væga sviði innan fé­lagsins,“ segir í til­kynningunni.

Icelandair hefur ráðið Einar Má Guð­munds­son, for­stöðu­mann hjá tækni­sviði Icelandair, tíma­bundið í starf fram­kvæmda­stjóra Icelandair Car­go og mun hann sitja í fram­kvæmda­stjórn Icelandair Group á meðan hann gegnir stöðunni.

„Form­legt ráðningar­ferli mun nú fara af stað í því skyni að ráða til starfa nýjan fram­kvæmda­stjóra fé­lagsins,“ segir í til­kynningunni.

Gunnar Már Sigur­finns­son hefur á­kveðið að segja starfi sínu lausu sem fram­kvæmda­stjóri Icelandair Car­go og mun þar með stíga til hliðar úr fram­kvæmda­stjórn Icelandair Group.

Þetta kemur fram í til­kynningu Icelandair til Kaup­hallarinnar.

„Upp­sögnin tekur gildi sam­stundis en Gunnar Már mun halda á­fram að starfa með fé­laginu á næstu mánuðum og styðja eftir­mann sinn eftir því sem þörf er á til að tryggja ó­slitna starf­semi á þessu mikil­væga sviði innan fé­lagsins,“ segir í til­kynningunni.

Icelandair hefur ráðið Einar Má Guð­munds­son, for­stöðu­mann hjá tækni­sviði Icelandair, tíma­bundið í starf fram­kvæmda­stjóra Icelandair Car­go og mun hann sitja í fram­kvæmda­stjórn Icelandair Group á meðan hann gegnir stöðunni.

„Form­legt ráðningar­ferli mun nú fara af stað í því skyni að ráða til starfa nýjan fram­kvæmda­stjóra fé­lagsins,“ segir í til­kynningunni.

Icelandair færði afkomuspá sína fyrir árið niður í gær og gerir félagið nú ráð fyrir r EBIT-framlegð fyrir árið 2023 verði á bilinu 3,3-4,3% en félagið gerði áður ráð fyrir að hlutfallið yrði á bilinu 4-6%.

Í afkomuspánni segir að fraktstarfsemi félagsins hefur reynst mjög krefjandi og sá afkomubati sem gert var ráð fyrir við birtingu annars ársfjórðungs hefur ekki skilað sér. Frá sama tíma hefur eldsneytisverð hækkað um tæplega 30%.

Segir þar einnig að rík áhersla verði lögð á að fraktstarfseminni aftur í jákvæðan rekstur.

Verið framkvæmdastjóri frá 2005

„Gunnar Már hefur verið mikil­vægur liðs­maður innan Icelandair síðustu ára­tugi þar sem hann hefur gegnt ýmsum mikil­vægum stöðum innan fé­lagsins. Hann hefur verið fram­kvæmda­stjóri hjá Icelandair síðan 2005, meðal annars sem fram­kvæmda­stjóri sölu- og markaðs­sviðs í sam­tals yfir 5 ár. Hann hefur svo far­sæl­lega leitt starf­semi Icelandair Car­go síðast­liðin 15 ár þar sem hann gegndi mikil­vægu hlut­verki þegar Co­vid-19 far­aldurinn gekk yfir. Þegar Icelandair gekk í gegnum þetta krefjandi tíma­bil átti hann stóran þátt í að grípa þau tæki­færi sem gáfust á frakt­markaðnum til að tryggja mikil­vægar tekjur þegar Icelandair fór í gegnum for­dæma­lausa erfið­leika. Fyrir hönd Icelandair-teymisins vil ég þakka Gunnari Má fyrir ó­metan­legt starf hjá fé­laginu í gegnum árin og hlakka til að vinna á­fram með honum í þeim mikil­vægu verk­efnum sem eru fram undan hjá fé­laginu,” segir Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelandair Group í til­kynningunni.

Skemmti­leg veg­ferð frá hlaðinu alla leið í fram­kvæmda­stjórn

„Ég er gríðar­lega stoltur og þakk­látur fyrir að hafa fengið tæki­færi til þess að vinna fyrir Icelandair Group að fjöl­mörgum verk­efnum alla mína starfs­ævi. Ferillinn sem hófst í Eyjum árið 1986 hefur spannað allt sviðið sem þetta frá­bæra fé­lag býður upp á. Það hefur verið skemmti­leg veg­ferð frá hlaðinu alla leið í fram­kvæmda­stjórn. Ég hef notið þess að vinna með frá­bæru fólki bæði hér á landi og á starfstöðvum fé­lagsins er­lendis þar sem við höfum á­vallt unnið saman að einu mark­miði í blíðu og stríðu. Icelandair hefur mikil tæki­færi til frekari vaxtar og býr yfir frá­bærum mann­auði sem mun tryggja góðan árangur til lengri tíma. Ég óska öllum í Icelandair fjöl­skyldunni vel­farnaðar í þeirra störfum og mun að sjálf­sögðu verða á­fram til staðar til að lið­sinna við þau mikil­vægu verk­efni sem eru fram undan innan fé­lagsins,” segir Gunnar Már Sigur­finns­son.