Hjalti H. Hjaltason, Sláturfélags Suðurlands fjármálstjóri (SS) hefur óskað eftir að ljúka störfum hjá félaginu, að því er kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

„Hafin er leit að nýjum fjármálastjóra. Hjalti H. Hjaltason mun vera eftirmanni sínum til aðstoðar eins og þarf þegar hann kemur til starfa,“ segir í tilkynningunni.

Hjalti hóf störf hjá SS 1. apríl 1985, fyrst sem aðalbókari og síðar deildarstjóri hagdeildar. Hann hefur verið fjármálastjóri félagsins frá árinu 1987.

Hjalti H. Hjaltason.
© Aðsend mynd (AÐSEND)