Hallur Flosason hefur verið ráðinn rekstrarstjóri prentlausna hjá OK en hann hóf störf sem viðskiptastjóri hjá OK árið 2020.
Hlutverk rekstrarstjóra felst í að halda utan um sölu á HP prentbúnaði, rekstrarvöru, prentsamningum og þjónustu til viðskiptavina.
Hallur er með BSc í íþróttafræði frá Háskólanum í Reykjavík og MSc í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands. Hann lék lengi vel knattspyrnu með ÍA og Aftureldingu og á að baki 176 mótsleiki.
„Við sjáum mikil tækifæri í sölu og þjónustu á prentbúnaði. Mikil þróun á sér stað í nýjum lausnum hjá HP, okkar birgja í prentbúnaði. Má þar nefna skýjaprentun sem tengir stafræn tæki eins og snjallsíma, fartölvur, spjaldtölvur og vinnustöðvar við prentarastöðvar. Það eru því afar spennandi tímar framundan í prentlausnum hjá okkur í OK,“ segir Gunnar Zoëga, forstjóri OK.