Fossar fjárfestingarbanki hafa ráðið til sín Heiðrúnu Haraldsdóttur sem forstöðumann fjármála- og rekstrarsviðs, að því er kemur fram í tilkynningu.

Heiðrún er með yfir 20 ára reynslu af fjármálastarfsemi. Hún kemur til Fossa frá Arion banka þar sem hún starfaði sem rekstrarstjóri fyrirtækja- og fjárfestingarbankasviðs.

Áður starfaði hún á fjármálasviði Arion banka, m.a. í samstæðuuppgjöri og hagdeild. Heiðrún hefur einnig starfað sem sérfræðingur hjá Íslandsbanka, sem rekstrarstjóri hjá Senu og fjármálastjóri Hér & Nú auglýsingastofu.

Heiðrún er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands með MSc í fjármálum fyrirtækja.